152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:51]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef nú verið í nokkur ár hér á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, og ég get alveg eins sagt það glottandi að það gengur á ýmsu þegar maður er í minni hluta. Það gengur bara á ýmsu þegar maður er í pólitík. Þannig er það nú bara. Ég veit ekki hvaða atriði það er sem hv. þingmaður er að vísa til. Það kom ekki fram í hans máli hér við hvaða aðstæður einhver … (Gripið fram í.) Ef fólk getur ekki sýnt fram á hluti máli sínu til stuðnings þá sýnist mér, ef umsókn er metin bersýnilega tilhæfulaus — þá vil ég koma aftur að því sem ég sagði hér áðan (Forseti hringir.) að við hljótum að geta ætlast til þess að því sé fylgt sem stendur í lögunum, að stofnun fylgi því (Forseti hringir.) þegar hún er að vinna málin af því að það eigum við að gera kröfu um.