152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:53]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þann 16. júlí 2021 ritaði hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir ágæta grein. Þar minnir hún m.a. á að standa þurfi vörð um upphaflegan tilgang Dyflinnar-samstarfsins sem er sá að aðildarríki deili ábyrgð vegna komu fólks á flótta til Evrópu. Um það snýst þetta mál, að við öxlum okkar ábyrgð á alþjóðlegu verndinni og notum ekki sjálfvirka endursendingartakkann til að skjóta okkur undan ábyrgð okkar sem sjálfstætt ríki. Mig langar til að spyrja hv. þingmann: Hvað hefur breyst síðan í fyrra? Hvers vegna hleypti Vinstrihreyfingin – grænt framboð þessu frumvarpi í gegnum þingflokk sinn og til afgreiðslu í þinginu?