Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:54]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Ég vil segja: Nei, ég hef ekki skipt um skoðun. Ég tel einmitt að það skipti máli að ríki heimsins deili með sér þeirri ábyrgð sem við sem heimsbyggð höfum í því að veita fólki sem er að flýja stríðsátök hæli. Hins vegar skiptir líka máli að til þess að kerfið virki sé ekki verið að fjalla um mál fólks á mörgum stöðum, það er engum til gagns. Ég tel því mikilvægt að horft sé til þess að aðstæður landa eru mjög ólíkar og aðstæður fólks í ólíkum löndum eru mjög misjafnar og þess vegna (Forseti hringir.) eigi fólk almennt að hafa hæli þar sem það hefur fengið það en hins vegar séu undantekningar frá því, og það er hægt með þessu lagafrumvarpi.