152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:59]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að mér finnst mjög ankannalegt að við séum hér að ræða fram og til baka um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd án þess að sá ráðherra sem fer með málaflokkinn sé viðstaddur umræðuna. Mér finnst ekki góður bragur á þessu. Ég skil ekki hvers vegna hann er ekki hérna. Ég vil biðja forseta um að kalla þann ráðherra sem fer með þessi málefni hingað inn til að eiga við okkur umræðu um þessi mál.