152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[23:19]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Nei, mér þykir þetta ekki sannfærandi röksemdir fyrir þessu. Mér finnst bara mjög mikilvægt að þeir einstaklingar og þeir ráðherrar sem hafa eitthvað til þessa málaflokks og bera ábyrgð á honum á einn eða annan hátt eigi að vera hér og taka umræðuna með þingheimi þegar svona mikilvægt mál er til umræðu. Það er bara mjög skýrt að þó að þetta séu margir ráðherrar sem koma að þessu á einn eða annan hátt þá er mikilvægt, þegar verið er að taka stórar ákvarðanir í svona málum, þar sem þetta skarast eins mikið og raun ber vitni, vegna þess að það eru aðrar lagagreinar sem falla líka undir aðra ráðherra, að hann sé hér til staðar.