Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

692. mál
[17:06]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem hérna upp af kurteisi við hv. þm. Jakob Frímann Magnússon, hann beindi ekki beinlínis spurningu að mér heldur bætti aðeins aftan við ræðuna mína. Ég er honum sammála. Það er auðvitað mjög gleðilegt að sífellt fleiri hafi ekki bara gleði af listsköpun heldur beinlínis atvinnu. Við skulum halda áfram.