Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

landamæri.

536. mál
[21:09]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það er vekur upp ákveðnar spurningar varðandi þessa löggjöf hversu mikið við getum stýrt því sjálf ef slíkar breytingar eru gerðar. Eins langaði mig að spyrja hæstv. ráðherra almennt um þetta frumvarp til laga um landamæri, hvaða áhrif það mun hafa á hælisleitendur sem hingað leita. Mun þetta draga úr komu þeirra hingað? Hefur það engin áhrif? Hvernig sér hæstv. ráðherra að frumvarpið hafi áhrif á það hverjir koma hingað til lands og sækja um alþjóðlega vernd?