Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

landamæri.

536. mál
[21:14]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og fram kemur hjá hv. þingmanni er dómsmálaráðuneytið ráðuneyti persónuverndar. Þar eru sérfræðingar á þessu sviði sem lögðu mat á þetta og ég treysti þeim til að meta þetta. Engar athugasemdir hafa komið fram við þetta við vinnslu málsins þannig að ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að hér sé verið að brjóta einhverjar íslenskar sérreglur um persónuvernd, að hvaða leyti þær stangast á við reglur Evrópusambandsins. Við erum hér auðvitað að vinna þetta á sama grunni og samstarfsþjóðir okkar innan Schengen.