Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

landamæri.

536. mál
[21:44]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta var afskaplega athyglisverð ræða. Hv. þm. Andrés Ingi Jónsson er nú kannski sá meðal okkar sem mest hefur fjallað um og sett sig berst inn í útlendingamálin og -lögin og sat, ef ég man rétt, í allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili. Þess vegna langar mig að heyra, sem þá örlítið veganesti inn í þá nefnd sem ég sit í núna, hvort hann trúir því sem mér fannst hann gefa í skyn, að þarna væri verið hreinlega að nýta sér einhverjar hraðleið með strangari kröfur og einhverjar glufur til þess að torvelda fólki sem sækir hingað, auðvitað úr öllum heimsálfum úr alveg ólýsanlegri neyð, til okkar sem höfum ekki bara frelsi og lífsgæði heldur erum núna um þessar mundir að tala um að okkur vanti svo mikið fólk til starfa, að það sé hreinlega verið að nefna að nýta ferðina til að reyna að stemma stigu við því sem hæstv. dómsmálaráðherra talar um, of mikilli ásókn hingað til lands.