Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

frumvarp um útlendinga.

[15:34]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir andsvarið. Hún nefnir að útlendingalögin hafi verið samþykkt árið 2016 og að ríkt hafi mikil ánægja um þau lög. En hver er tilgangurinn með því að samþykkja þessi lög, sem voru samþykkt í mikilli samstöðu, ef við erum með ríkisstjórn sem túlkar lögin þeim í óhag sem hingað leita?

En svo er það kjarni málsins og spurningin sem ég fékk ekki svar við í fyrri ræðu: Stendur hæstv. forsætisráðherra á bak við stefnu síns eigin flokks í þessum málaflokki eða stendur hún á bak við stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki? Er hæstv. forsætisráðherra ánægð með þá stefnumótun sem ríkisstjórn hennar hefur staðið fyrir í útlendingamálum og endurspeglast í þeim lagabreytingum sem ítrekað hafa verið lagðar til og hafnað og reyna á að fá samþykktar í fjórða skiptið? Af því að ég get ekki séð betur en að þetta fari á skjön við stefnu VG í útlendinga- og flóttamannamálum, því miður.