Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

um fundarstjórn.

[14:51]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég er búin að missa töluna á fjölda þeirra greina, þeirra viðtala sem ég hef farið í á síðustu tveimur vikum til að leiðrétta rangfærslur og útúrsnúninga hæstv. dómsmálaráðherra í útlendingamálum. En hér er ég komin enn og aftur. Enn kemur hæstv. dómsmálaráðherra upp í pontu og fullyrðir að þetta hafi með vinnuálag hjá Útlendingastofnunar að gera. Nú er það bara því miður svo að við erum búin að fá það staðfest frá Útlendingastofnun, bæði skriflega og munnlega, að þetta hefur ekkert með vinnuálag gera. Útlendingastofnun er ósátt við að Alþingi sé að veita fólki ríkisborgararétt sem Útlendingastofnun vill ekki að fái ríkisborgararétt. Þetta staðfest. Þetta er ekki mín hugdetta þó að ég hafi svo sem talið mig vita þetta fyrir.

Mig langar til að beina spurningu til virðulegs forseta: Hvað getur Alþingi gert þegar stjórnsýslan neitar að fylgja lögum? Hinir almennu borgarar geta farið í alls kyns aðfararmál og annað. Hvað getum við gert? Þá vil ég minna á að hæstv. ríkisstjórn situr á þessu þingi, er hluti af Alþingi. Mig langar bara að spyrja: Sjáum við enga ábyrgð í því? Sjáum við enga ábyrgð í því að Alþingi skuli vera vanvirt (Forseti hringir.) með slíkum hætti? Framkoma Útlendingastofnunar er á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar.