Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[18:50]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég kom reyndar inn á þetta í ræðu minni, það er áhyggjuefni að það skortir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Það skortir ekki bara hjúkrunarfræðinga heldur skortir alls konar heilbrigðismenntað starfsfólk og ég held að það skorti í raun líka ýmiss konar félagslega menntað starfsfólk, svo sem iðjuþjálfara o.fl. Jú, það þarf að bæta vinnuumhverfið, held ég, því að það skiptir máli að fólk haldist í vinnu. Oft er um að ræða stórar kvennastéttir og þá skiptir vinna sem er í gangi — hefur raunar verið í gangi lengi, og of lengi myndi ég segja, en er samt verið að vinna að, sem snýr að því að draga úr kynbundnum launamun — miklu máli og er stór jafna inn í þetta dæmi. (Forseti hringir.) Það að taka á launamuninum er eitt af því sem skiptir máli í þessu samhengi.