Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[18:58]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég held að heilbrigðisþjónustan hafi ekkert goldið fyrir það að ólíkir flokkar sitja í ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn hefur einfaldlega lagt áherslu á heilbrigðismálin. Á síðasta kjörtímabili var lögð áhersla á að efla hið opinbera heilbrigðiskerfi. Það er vel. Ég hef ekki getað séð annað en að núverandi hæstv. heilbrigðisráðherra vilji gera vel í þeim efnum þannig að ég veit eiginlega ekki hvað hv. þingmaður er að reyna; hann er að reyna að búa til einhverja gjá sem ég held að sé ekki svona djúpstæð. Ég hef ekki getað séð annað en að við öll sem höfum talað hérna í dag, í þessari umræðu um geðheilbrigðismálin, séum sammála um að þetta sé mikilvægur málaflokkur og að við þurfum að gera betur í honum.