Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[20:49]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Ég tek heils hugar undir með honum að það þarf nýja nálgun í því að reyna að leysa þennan vanda. Það er einn hluti af því að vera í stjórnmálum, stjórnmálamenn verða að vera frumlegir til að reyna að finna lausn á vandamálum og virkja þá starfsfólkið eins og í ráðuneytum og annað slíkt. Þessi málaflokkur er á ábyrgð heilbrigðisráðherra og hann verður að leita allra leiða til að reyna að finna þær lausnir sem gætu hjálpað til við að leysa þetta. En ég held að það sé samt sem áður mjög mikilvægt að hafa samstarf við þá sem starfa í þessum geira, eins og ég nefndi hér áðan. Það er alveg öruggt mál að þeir sem starfa að þessu og geðhjúkrunarfræðingar og fleiri hafa hugmyndir um það hvernig (Forseti hringir.) hægt er að fjölga í starfsliðinu og þeim sem hafa sérfræðiþekkingu. Þetta er hlutur sem við megum aldrei gleyma, að hafa samstarf (Forseti hringir.) og samráð við þá sem þekkja til í greininni. Með því gætum við vonandi farið að vinna á þessum alvarlega vanda.