Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[20:56]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið. Já, með því að horfa á þetta sem fjárfestingu en ekki útgjöld þá kannski komumst við einmitt út úr því að vera alltaf föst inni í þessum boxum, að veita þjónustu hér en ef mögulega þyrfti þjónustu einhvers staðar annars staðar þá fara aðilarnir að slást um hver eigi að borga. Við sjáum þetta auðvitað víða, eins og t.d. í því sem við ræddum fyrr í kvöld um að sálfræðiþjónusta sé inni í sjúkratryggingum, sem er hluti af forvarnakerfinu, líka hluti af velferðarkerfinu en getur klárlega létt álagið á þyngri hluta geðheilbrigðiskerfisins, alveg án efa. Með því að grípa inn í þarna þá muntu létta á félagskerfinu, (Forseti hringir.) réttarvörslukerfinu o.s.frv. Þannig að í rauninni þurfum við að horfa á þetta miklu heildstæðara sem fjárfestingu heldur en útgjöld.