Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[21:02]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst eins og þau skoðanaskipti sem eiga sér stað hér og þær ræður sem eru haldnar af jafn ólíkum flokkum og sitja á Alþingi bendi til þess að það séu fullmögulegt að við náum góðum samhljómi í þessum málaflokki. Þrátt fyrir ólíkar áherslur í einstaka málum þá held ég að gildi í samfélaginu og nauðsyn þess að hlúa vel að börnum og unglingum, og auðvitað öllu fólki, sé eitthvað sem við eigum sameiginlegt.

Mig langaði að spyrja hv. þingmann, þó að það sé kannski flókið og erfitt að svara svoleiðis hlutum. Það kemur fram í skýrslunni að við verjum um 13,8 milljörðum í geðheilbrigðisþjónustu. Við erum að borga 26,6 milljónir frá Tryggingastofnun vegna ótímabærrar örorku eða vegna þess að fólk getur ekki unnið vegna andlegra veikinda hugsanlega. Telur hv. þingmaður að með því að auka fjármunina í fyrsta stuðningi við börn og unglinga þá getum við sparað hinum megin?