Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[21:28]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni seinna andsvar. Ég ætlaði að koma inn á mismunandi geðvanda og mismunun eftir honum í fyrra andsvari. Þá kom mér verulega á óvart að við ættum ekki betri tölfræði um t.d. mismunandi geðvanda.

Varðandi stefnuna: Eins og staðan er er þetta allt satt og rétt sem hv. þingmaður fór yfir hér. Ég lít svolítið á að við séum á nýjum núllpunkti og svo séum við hér með stefnu og það sé m.a. hlutverk velferðarnefndar þegar hún fjallar um þessa stefnu að fá skýrar upplýsingar frá ráðuneyti og ráðherra um hvernig aðgerðaáætlun verði unnin, hvernig henni verður fylgt eftir og hvernig hún verður metin þannig að við séum að komast að þessum hring sem við viljum hafa í stefnumótun og aðgerðum.