Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[22:27]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 9. þm. Suðvest. kærlega fyrir fyrirspurnina. Það er sláandi að heyra það alls staðar í þessu kerfi hversu biðlistarnir eru langir. Eins og ég gat um hér áðan er sömuleiðis sláandi að okkur vantar fagmenntað fólk. Í þannig aðstæðum er mikil hætta á því að það fólk sem er fyrir brenni upp og álagið verði yfirþyrmandi. Ég er ekki viss um að við leysum það eingöngu með því að hækka laun. Við þurfum líka að skapa góðar vinnuaðstæður og umgjörð í kringum þessa starfsemi.