Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[22:40]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Má ég þá skilja það á orðum hv. þingmanns að þjónustuna á milli annars og þriðja stigsins eigi fólk þá bara að borga sjálft? Við erum með sjúkratryggingakerfi sem stýrir í rauninni umfangi þessa kerfis, hvort sem það eru opinberir aðilar sem sinna þjónustunni eða einkaaðilar sem gera það með samningum við Sjúkratryggingar. Það er samt tryggingakerfi sem við erum með sem nær yfir umsvif hins opinbera. Þrátt fyrir að þjónustan sé veitt hjá öðrum er það umfang fjárheimildalega séð innan ríkisins. Er hv. þingmaður að segja að þessar 400 milljónir dekki kannski eitthvað af þeim umsvifum varðandi samningana eða í opinbera heilbrigðiskerfinu en annað eigi þá bara að koma í gegnum komugjöld eða gjöld hjá sérhæfðum aðilum? Er það það sem vantar í þessa jöfnu sem ætti að segja okkur að þessum málaflokki fleytir fram á næstu árum?