Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[22:41]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég var ekki að segja það og ég vara við því að fólk mistúlki orð mín hér. (BLG: Ég spurði.) En það sem ég aftur á móti sagði var að ekki hefur verið samið við lækna eða sálfræðinga sem gætu verið að veita þjónustu á þessu stigi. Þar af leiðandi er fullt af fólki núna úti í samfélaginu sem er að leita til þessara aðila og er að greiða mjög mikið fyrir þessa þjónustu og það viljum við ekki. Við viljum ekki að einhver hluti hér í okkar góða samfélagi geti keypt sig fram hjá vandanum og annar ekki. Þessi skýrsla sendir okkur þau skilaboð að geðheilbrigðiskerfi okkar Íslendinga sé ekki í lagi. Við þurfum að bæta það. Það getur vel verið gert með mörgum hugmyndum sem voru lagðar fram í þessari skýrslu. (Forseti hringir.) Við getum örugglega náð fram gríðarlegri hagræðingu í kerfinu með því t.d. að safna upplýsingum, greina og annað án þess að það kosti óheyrilegt fé.