Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

168. mál
[23:22]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það hafi komið ágætlega fram hér að þegar um er að ræða áreiti á grundvelli trúar eða lífsskoðunar, þegar viðkomandi er áreittur aftur og aftur vegna þess að hann er ákveðinnar trúar, þá getur það einmitt fallið undir þau lög sem við ræðum hér. En í mínum huga er guðlast það að gera grín að því hverju fólk trúir. Það er þekkt mál í Frakklandi varðandi skopmyndirnar, það var guðlast samkvæmt skilgreiningum. Það er ekki bannað. Við búum hér við tjáningarfrelsi og málfrelsi og fólk má hafa guð, hver sem hann kann að vera, hver sem trú okkar er í því, að háði og spotti. En að áreita fólk á grundvelli trúar er mismunun og það er það sem við erum að taka á. En annars ætla ég að fara betur yfir sjónarmið mín varðandi frumvarpið allt í ræðu hér á eftir.