Óyfirlesin bráðabirgðaútgáfa frá talgreini.

152. löggjafarþing — 90. fundur,  14. júní 2022.

tekjuskattur.

23. mál
[15:19]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Jóhann Páll Jóhannsson) (Sf):

Frú forseti. Ég mæli hér fyrir frumvarpi efnahags- og viðskiptanefndar um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, fyrningar, álag og grænar eignir og fleira. Með frumvarpinu eru gerðar lagfæringar á tekjuskattslögum. Annars vegar er lögð til viðbót við 21. gr. laganna sem er ætlað að eyða óvissu í kjölfar úrskurðar yfirskattanefndar í máli nr. 42/2022 sem varðaði úthlutun við slit einkahlutafélags sem greitt sem greidd var með öðrum eignum en peningum. Hins vegar er um að ræða lagfæringu á ákvæði til bráðabirgða 70 sem varðar fyrningar, álag á grænar eignir með breytingunni. Í 1. gr. er áréttuð sú meginregla sem gilt hefur að eign færslur úr atvinnurekstri skuli gera upp til skatts á verði sem ótengdir aðilar hefðu samið um. Hér undir falla m.a. þau tilvik þegar greiðsla er í öðru formi en peningum en við þær aðstæður skal ákvarða hagnað eða tap líkt og um sölu eignanna hafi verið að ræða á framangreint, t.d. við séu eignir rekstrarins nýttar sem greiðslu eyrir til að mæta skuldbindingu við eigendur vegna ákvörðunar um almenna úthlutun arðs, lækkun hlutafjár eða slit eða af öðrum ástæðum. Af því leiðir að sé armslengdar verð úthlutaðra eigna, hærra eða lægra en skattalegt bókfært verð þeirra hjá þeim sem úthlutar skal ákvarða hagnaður eða tap eftir reglum tekjuskattslaga um söluhagnað áður en úthlutun fer fram og hið sama á við um úttekt eigenda þar sem ekki er formleg ákvörðun um úthlutun nú. Eins og áður segir er þessi tiltekna breyting sem birtist hér í 1. gr. lögð til til að bregðast við nýlegum úrskurði yfirskattanefndar þar sem reyndi á skattaleg úrlausnarefni þegar verið var að slíta íslensku félagi sem var með 23,15% sem varð, sem sagt 23,15% eigandi að félagi skráðu á Tævan, eyjum en átti móðurfélag í Lúxemborg að stóð til að slíta íslenska félaginu með greiðslu til Lúxemborgar félagsins í formi hlutar í kaupmann félaginu og ríkisskattstjóri lét í té bindandi álit þar sem fram kom að líta bæri á afhendingu hlutarins sem sölu þannig að það ætti að ákvarða íslenska félaginu skattskyldan söluhagnað en yfirskattanefnd. Yfirskattanefnd komst að annarri niðurstöðu, komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að líta á þessa úthlutun sem sölu í skattalegu tilliti sem hefði í för með sér skattlagningu söluhagnaðar í hendi íslenska félagsins. Alla vega er í raun verið að snúa við viðtekinni túlkun og framkvæmd skattsins og niðurstaða yfirskattanefndar gæti að öðru óbreyttu gert að verkum að ríkið verði af skatttekjum við slit á félögum og úthlutun eigna þeirra til hluthafa en með þessu frumvarpi er lagt til að kveðið verði á um það með mjög afgerandi hætti í 21. gr. tekjuskattslaga sem fjallar um söluhagnað að fari greiðsla fram með eign atvinnurekstrar skuli ákvarða hagnaður eða tap með sama hætti og ef eignin hefðu verið seld ótengdum aðila, þar með talið við úttekt eiganda.

Ef við víkjum þá að 2. gr. þessa frumvarps varðar sú breyting fyrningar, álag á stofnverð eigna sem teljast umhverfisvænar og stuðla að sjálfbærri þróun. Við leggjum til að vísunin skv. 1. mgr. verði sett þarna inn en hún var fyrir miðstöð felld út úr frumvarpstexta að í meðförum þingsins á 151. löggjafarþingi, samanber þingskjal 1172, 399. mál. Með vísun inni er áréttað að fyrningar, álag sem kveðið er á um í 2. mgr. ákvæðisins til bráðabirgða 70, taki til sömu eigna og 1. mgr. nær til. Það er lausafjár skv. 1. tölulið 33. gr. laganna og nái þannig ekki til annarra eigna. Þá er lagt til að niðurlagsorð 8. mgr. verði felld brott en þau eru óþörf eftir breytingar sem gerðar voru á 7. mgr. greinarinnar í meðförum þingsins þegar skilyrði um að skattaðili teldist ekki vera í fjárhagsvanda var tekið út.

Að þessu sögðu leggur efnahags- og viðskiptanefnd til að málið gangi til 2. umræðu.