Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:13]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Málamiðlanir, pólitísk hrossakaup. Ég held að það séu allir sammála um að það sé það sem er að gerast hérna. Mig langar svolítið til að spyrja hv. þingmenn Vinstri grænna: Fyrir hvað? Vegna þess að ég hef ekki séð það enn þá, ég átta mig ekki á því enn þá hvað þið fáið í staðinn, í alvöru talað, í einlægni. Ég hélt að þetta væri það sem þið fengjuð í staðinn fyrir það að skerða réttindi flóttafólks, hitt og þetta sem á að bæta réttarstöðu innflytjenda, á að bæta réttarstöðu hinsegin fólks og annað sem er algjörlega ófjármagnað og er bara upp á punt. Hvað fáið þið í staðinn? Mér þætti ákaflega gaman að heyra það.

(Forseti (BÁ): Hv. þingmaður segir?)

Hv. þingmaður segir já.