Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

hjúskaparlög.

172. mál
[21:07]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Já, þetta er býsna gott mál og þetta er framfaraskref. Það virðist vera einhver meinvilla í kerfinu þess efnis að það eigi að reyna að ríghalda í hjónaband sem einkennist af ofbeldi og fautaskap. Ég er ekki viss um að það sé gæfulegt fyrir fólk að búa við slíkar aðstæður og ég held að við eigum að horfa núna á lagaumhverfið í heild sinni og reyna að búa svo um hnútana að fólk geti losnað úr slíkum festum frekar en hitt og að kerfið eigi ekki að þvælast fyrir í slíkum raunum. Nóg er nú samt. Ég styð þetta góða mál að sjálfsögðu.