Óyfirlesin bráðabirgðaútgáfa frá talgreini.

152. löggjafarþing — 92. fundur,  16. júní 2022.

loftferðir.

186. mál
[01:14]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Er t.d. norður Andrés Ingi Jónsson.

Frú forseti. Fyrir fjórum árum kom fram í fréttaskýringaþættinum kveik að undanþáguheimildir til hergagnaflutninga með íslenskum flugvélum væri eiginlega með miklum ólíkindum. Það væri eiginlega ekkert eftirlit með leyfisveitingum ráðuneytisins. Í framhaldinu var kerfinu breytt en því miður ekki til hins betra eða hvað við fáum ekki að vita það vegna þess að þegar við spyrjum í skriflegum fyrirspurnum héðan hvernig þessum málum er háttað núna fáum við það eitt að vita að undanþáguheimildirnar þeim hefur snar fjölgað. Við getum ekkert meir, fáum engar upplýsingar umfram það kom bara fjölda undanþáguheimilda. Það er orðin algjör þoka utan um þetta þannig að við vitum ekki hvort íslenska ríkið sé að gefa grænt ljós mögulega á mannréttindabrot með því að flytja vopn inn á átakasvæði. Ég verð að segja, frú forseti, þetta er ekki góð tilfinning að treysta ekki íslenskri stjórnsýslu vegna þess að hún gefur ekki upplýsingar um þetta og hér er því lagt til að undanþáguheimildin sé einfaldlega numin úr gildi að íslenskar íslensk flugfélög séu ekki að flytja vopn. Ósköp einfalt.