Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 93. fundur,  16. júní 2022.

loftferðir.

186. mál
[01:27]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þótt klukkan sé orðin margt og allir vilji fara að ljúka þessu þá finnst mér ekki annað hægt en að koma hingað upp og þakka nefndinni og þinginu fyrir að afgreiða þetta stóra mál, 278 greinar og 56 í fylgiskjali. Þetta er gríðarlega flókið mál en skiptir miklu máli að ljúka því einfaldlega vegna þess að flug er jú eins og við þekkjum hluti af hinu alþjóðlega umhverfi og það skiptir máli að við séum með löggjöf sem getur fylgt því sem er að gerast alls staðar í kringum okkur. Því náum við með því að samþykkja þetta frumvarp hér í nótt. Ég segi bara: Takk fyrir góða vinnu.