Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:06]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mig langaði í kjölfarið að heyra hver skoðun hans er á stöðu samgangna í landinu, sér í lagi í ljósi þess að við sjáum í þessu fjárlagafrumvarpi að það er ekkert komið til móts við þá stöðu sem hv. fjárlaganefnd var gerð grein fyrir í vor, þ.e. að samgönguáætlun er í rauninni fallin á lykilforsendum. Áætlunin er ekki verðbætt og tekur ekki mið af breyttum launakjörum eða kostnaðarþróun sem við vitum að hefur rokið upp. Mun Framsóknarflokkurinn beita sér fyrir breytingum hér á og ef til vill fylgja fordæmi varaformanns Framsóknarflokksins og kalla eftir öðruvísi tekjuleiðum, hvalrekaskatti, til að fjármagna til að mynda innviðauppbyggingu eða bætur á samgöngum í landinu?