Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:48]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mínúta er stutt, það er nú bara þannig. Að sjálfsögðu fylgi ég skattstefnu Vinstri grænna, það leikur ekki neinn vafi á því. Það hefur líka komið ítrekað fram. Öll þau ár sem ég hef verið partur af þessari ríkisstjórn, eða af þessum meiri hluta, ætti engum að dyljast það. Ég hef talað fyrir því að við eigum að þrepaskipta fjármagnstekjuskatti og ég tek undir þetta með veiðigjöldin, og ég tel að það sé undir í þeirri vinnu sem við erum að vinna. Ég hef líka talað sérstaklega um uppsjávarfiskinn og annað, hvort við eigum að horfa þangað eftir einhvers konar hvalrekasköttum. Ég held að við höfum líka sett mjög mikið mark okkar á ríkisstjórnina, bæði þá síðari og þá núverandi, m.a. með því að bæta við þriðja skattþrepinu, sem kemur auðvitað tekjulægstu hópunum best, ég held að ekki sé vafi á því. Skattstefna okkar liggur fyrir en í samstarfi mætumst við einhvers staðar á leiðinni og það gerðum við.