Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 4. fundur,  16. sept. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[17:11]
Horfa

Bjarni Jónsson (Vg):

Frú forseti. Ég þakka ráðherra svörin. Ég vil beina máli mínu aðeins að umræðu sem hér hefur borið á góma varðandi Úkraínu. Ísland hefur stutt dyggilega við Úkraínu með margvíslegum hætti eftir hræðilega innrás Rússa inn í landið og tekið vel á móti fólki á flótta þaðan. Hvernig sér ráðherra fyrir sér að við getum sem best haldið áfram og gert enn betur í þeim stuðningi og ekki síst á grunni þeirrar sérstöðu að við erum vopnlaus en rík smáþjóð?

Síðan vil ég líka taka undir það sem hefur komið fram í umræðunni hér á undan um mikilvægi þess að efla varnir gegn netógnum og viðbrögð við fjölþáttaógnum og ég tek undir það sem hér hefur verið nefnt, það er mikilvægt að við tökum um það sérstaka umræðu.