Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 5. fundur,  19. sept. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[16:36]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Annars vegar er það þannig í þjónustusamningi við Ríkisútvarpið að gert er ráð fyrir því að að greiðslur á grundvelli samningsins fylgi verðlagi, sem kallar í raun og veru óbeint fram breytingar á útvarpsgjaldinu. Varðandi stuðning við einkarekna miðla þá get ég sagt það fyrir mitt leyti að ég hef litið þannig á að við værum með tímabundið ástand varðandi þann stuðning sem smíðaður var hér í miðju heimsfaraldrinum og við eigum eftir að botna þá umræðu hvernig á að halda á því inn í framtíðina. En varðandi fjárlög næsta árs er það í sjálfu sér uppstilling eða forgangsröðun í einstaka ráðuneytum sem á endanum ræður því hvernig rammanum er skipt. Við erum að vinna þetta á grundvelli rammafjárlaga og eftir að rammanum hefur verið markað umfang birtist forgangsröðunin hjá einstökum fagráðherrum.