Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[17:02]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn. Kæra þjóð. Hv. þm. Halldóra Mogensen sagði: Það er verið að hjálpa öllum. Skil ég það þá þannig að öllum sé heimilt að vera með fíkniefni á sér og neyta þeirra bara að eigin geðþótta? Er það sem sagt tilgangurinn á bak við þetta? Ég var á málþingi um daginn um skaðaminnkun. Þar kom fram að um 90 einstaklingar notfæra sér aðstöðuna í sérútbúnum bíl sem heitir Frú Ragnheiður. Það er ákveðinn hópur sem er að sprauta sig og er verulega illa á sig komin og þetta fólk þarf virkilega á aðstoð að halda. En svo eru allir hinir sem eru bara að leika sér að sukka og neyta þessara efna bara að gamni sínu. Hafa þeir líka leyfi til að vera úti um allt með efni eins og þeim hentar? Ég bara spyr.