Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[17:35]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn. Ég hef svo sem ekki meira við það að bæta sem ég er búinn að segja í þessum ræðustóli í dag. Ég styð, eins og ég hef sagt áður, hugmyndafræðina um að lögleiða þetta. Hver er munurinn á að lögleiða þetta og leyfa þá ríkisvaldinu alfarið að ná utan um sölu og dreifingu og allt, sem kemur til með að hafa stjórn á þessu, eða þá að afglæpavæða og leyfa bara undirheimunum að sjá um innflutninginn og söluna? Ég er bara ráðalaus, takk fyrir.