Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[18:17]
Horfa

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. Ég fæ kannski spurningarnar seinna. Ég er bara ósammála því að það sé ábyrgt að fara í þetta, eins og ég sagði í ræðu minni, án þess að við förum í að bæta meðferðarúrræði, efla fræðsluna og forvarnirnar. Ég er að tala um það í heildarendurskoðuninni, að losa flöskuhálsana og gera þetta almennilega af því að ég held að þetta sé einn hnútur. Jú, vissulega í keðju af hnútum en ég er bara ósammála því að það sé ekki ábyrgt að gera fyrst ráð fyrir því að grípa fólkið, veita því úrræðin til að losna úr þessu. (Gripið fram í.) Já, algerlega en komum þá með tillögur þess efnis. Það er kannski svolítið það sem þetta snýst um.