Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

tæknifrjóvgun o.fl.

8. mál
[13:38]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Já, ég verð að segja að ég átti nú von á öðrum rökum. Það er auðveldara að eignast börn, eins og gæludýr, með náttúrulegum hætti en með aðstoð tækninnar, bara svo að það sé sagt. Nei, ég ætla ekki að fara þangað. En ég átti von á því að frekar yrði farið inn í þetta út frá fjölskyldunni, heilagleika fjölskyldunnar, og einhverju slíku. Það verður fróðlegt að fylgjast með afdrifum málsins og hvað þeir finna að því sem mögulega finna málinu allt til foráttu því ég held að það hljóti að vera einhverjar slíkar raddir, einhverjar viðlíka raddir, eins og heyrðust varðandi þetta mál sem ég minntist á áðan, faðernismálin. Mér þykir það líklegt. Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir að leggja málið fram og hlakka til að fylgjast með afdrifum þess hér á þingi.