Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

tæknifrjóvgun o.fl.

8. mál
[13:56]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek undir þá nálgun sem hv. þm. Hildur Sverrisdóttir er að vinna með, að taka núna einungis þennan hluta í tengslum við sambúð og hjónaband, að það sé ekki þörf á því að vera í sambúð eða hjónabandi til að fara í tæknifrjóvgun. Ég vildi bara nefna að þá væri áhugavert og frekar mikilvægt að við förum að skoða frekar lagaumgjörðina almennt í kringum þetta. Ef við færum svo langt núna er ég ekki viss um að þetta myndi hljóta eins skjótan framgang og staðan er í þessu frumvarpi. En það væri mjög gott að taka umræðuna hér í þingsal um hver framtíðarsýn okkar er í sambandi við tæknifrjóvgun og hvernig við aðstoðum barnshafandi fólk og fólk sem er að reyna að eignast barn.