Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 9. fundur,  27. sept. 2022.

greiðslureikningar.

166. mál
[18:08]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að byrja á því að þakka hæstv. ráðherra fyrir að flytja þetta frumvarp aftur en við ræddum þetta frumvarp í nokkuð miklum smáatriðum fyrir ári síðan. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra að einu. Það virtust hafa komið umsagnir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og einhverjar þeirra umsagna voru teknar í þessum drögum, t.d. þær sem snerust um að framlengja tímann. Við vorum reyndar líka með einhverjar spurningar varðandi flóttamenn. Mig langaði bara að vita hvort það hefði verið skoðað nánar að fara í önnur atriði þarna eða hvort ráðuneytið teldi að þetta væru ekki svo stórar breytingar. Eins langar mig að spyrja hæstv. ráðherra: Af hverju ýttum við þessu ekki í gegn á síðasta ári? Þetta var komið ansi langt. Ég hefði viljað sjá okkur segja já mjög hratt, enda um mikla réttarbót að ræða.