Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 9. fundur,  27. sept. 2022.

sjúklingatrygging.

211. mál
[18:20]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir framsöguna. Mig langaði að forvitnast hjá hæstv. ráðherra hvort það sé ekki einfaldlega kominn tími til að hafa einhverja fljótlegri leið fyrir ráðherra að búa til svona bótarétt. Fyrir rúmu ári síðan var það Covid og bólusetningarnar, sem við þurftum svipuð lög fyrir. Nú er það apabóla. Við vitum ekkert hvað kemur á næsta ári. Væri ekki lag að hafa þetta þannig að það þyrfti t.d. ekki að setja jafnvel bráðabirgðalög ef þingið er ekki komið saman, vera með eitthvert form sem gerir þetta auðveldara? Gætum t.d. verið með reglugerð yfir hvaða bóluefni falla undir þetta.