Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 10. fundur,  29. sept. 2022.

búvörulög.

120. mál
[13:49]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir framsöguna. Ég held að við hljótum öll að vera sammála um að við viljum svo sannarlega að staða bænda batni og við viljum líka að staða neytenda batni og við viljum að sjálfsögðu tryggja góða framleiðslu eða góða vöru. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort við séum ekki bara með allt of niðurnjörvaða virðiskeðju í þessu öllu saman, uppfulla af einhverjum styrkjum og reglum um hvert má fara með hlutina héðan og þaðan og hvenær á að slátra, allt eins og hv. þingmaður benti á. Er virkilega nóg að leyfa þetta samstarf? Er ekki bara, eins og skáldið orðaði það, vitlaust gefið og þarf ekki að gefa upp á nýtt?