Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 10. fundur,  29. sept. 2022.

búvörulög.

120. mál
[13:52]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Spurningin er hvort ekki sé kominn tími til að setjast niður og hugsa þetta upp á nýtt og vinna að því saman að finna betri leiðir frekar en að reyna endalaust að setja plástra á kerfi sem er löngu ónýtt. Nú höfum við Píratar smáreynslu af því að leggja fram sama frumvarpið aftur og aftur. Svo kemur ráðherra og segist ætla að leggja það fram og í rauninni gerist ekkert. Það er bara svæft í nefnd af því að enginn er sammála. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort hann hafi miklar vonir um að ríkisstjórnin leggi fram þetta eða svipað frumvarp eða hvort kannski sé bara verið að plata okkur.