Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 11. fundur,  10. okt. 2022.

landamæri.

212. mál
[16:13]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það er gott að heyra að hann segir hér, og ég ætla að endurtaka það, að það verði auðvitað tryggt með breytingartillögum við frumvarp fjármálaráðherra á fjárlögum að lögreglan geti sinnt þessu verkefni. Þá verður að tryggja það þannig að lögreglan hafi yfir nægilegum mannafla að ráða því svo er ekki í dag, alls ekki, og það hlýtur hæstv. ráðherra að vita. Það kemur fram í frumvarpinu að Landhelgisgæslan eigi að sinna landamæravörslu á hafi. Telur ráðherra ekki að það þurfi að breyta þessu ákvæði eitthvað af því að lögreglan sinnir þessu nú þegar? Það er lögreglan sem fer um borð og reynir t.d. að klára skemmtiferðaskipin milli hafna í dag og missir þar af leiðandi mannafla af sínum vöktum. Að lokum talaði ég um flóttafólk vegna þess að hæstv. ráðherra hefur verið að fjalla um það sjálfur í fjölmiðlum að þetta tiltekna frumvarp (Forseti hringir.) muni leysa þann flóttamannavanda sem talað er um að geisi á Íslandi umfram önnur ríki.