Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:23]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ef það á að fara að búa til nýtt lagaumhverfi þá þarf að tryggja rétt starfsmannsins. Nú veit ég t.d. til þess að í Kísildalnum fær launafólk lægra kaup fyrir að vinna heima hjá sér því þá þarf það ekki að ferðast til vinnu. Það hefur hins vegar ekki val og verður að vinna heima hjá sér. Það getur skapað ný vandamál, sérstaklega fyrir konur sem búa við heimilisofbeldi og komast ekki út af heimilinu vegna einhvers konar nauðungar, en einnig fyrir foreldra í barnmörgum fjölskyldum. Það er hætta á umtalsverðu álagi þegar unnið er heima. Þú getur unnið þótt þú sért veikur af því að þú ferð ekki neitt, svo eru öll börnin heima o.s.frv. Mikið álag varð í Covid út af þessu. Ég skil góðan tilgang málsins en vil viðra þetta sjónarmið svo það sé tekið með í skoðunina.