Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:28]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir gott svar og greinilegt að við erum mjög sammála í þessu efni. Við ræddum það í okkar þingflokki fyrr í dag hvernig dagskrá Alþingis er almennt háttað. Í Covid var nefndum t.d. leyft að nota fjarfundabúnað en allt í einu var bara bakkað á hundrað um leið og aðstæður leyfðu. Á sama tíma er dagskráin mjög asnaleg hér á Alþingi sem er alls ekki fjölskylduvænn vinnustaður. Við höldum fundi til klukkan átta, jafnvel miðnættis, reynt er að troða öllu saman fjóra daga, helst bara þrjá og hálfan til að þingmenn utan af landi geti verið með fjölskyldum sínum um helgar. Ættum við ekki einmitt að teygja úr þessu yfir alla fimm dagana, nýta fjarfundabúnaðinn og sýna með góðu fordæmi hér á Alþingi að fjarvinna gengur upp, annars staðar en kannski hér í ræðustól?