Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

flutningur Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar.

40. mál
[14:17]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það skipti náttúrlega máli. Það er gott að sem flestir flytji til sveitarfélagsins Reykjanesbæjar til að sækja sína atvinnu til þessarar stofnunar en það er að sjálfsögðu bara einstaklingsbundið eins og við þekkjum. Reykjanesbær hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskyldufólk og er framúrskarandi á mörgum sviðum, t.d. þegar kemur að skólamálum, leikskólamálum, íþróttaiðkun og öðru slíku. Þannig að það er gott að búa í Reykjanesbæ, svo sannarlega. Ég vona bara að fólk sjái kosti í því en það er heldur ekkert því til fyrirstöðu að fara á milli. Og við sjáum það. Ég bý á Suðurnesjum en ég sæki atvinnu til Reykjavíkur og síðan eru fjölmargir sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu og sækja atvinnu til Suðurnesja. Þetta er að sjálfsögðu einstaklingsbundið en allir innviðir fyrir fjölskyldufólk eru hinir bestu í Reykjanesbæ.