153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

umsóknir um ríkisborgararétt.

[14:20]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Forseti. Það er ekki nóg með að hér séu stjórnskipulegar venjur heldur stendur í 51. gr. þingskapalaga að stofnun skuli afhenda gögn sem óskað er eftir af Alþingi. Í dag kom í ljós að Útlendingastofnun neitar að afhenda gögn samkvæmt fyrirmælum ráðherra og hæstv. ráðherra hefur viðurkennt það að hann hafi stoppað afhendingu gagna af eigin geðþótta. Og ég spyr hv. þingmenn, sem eru mér lögfróðari, hvort hæstv. ráðherra hafi ekki með því brotið lög á Alþingi.