153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[15:05]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að benda hæstv. ráðherra á eina leið ef hann er svona hræddur við glæpamenn sem eru að flytja inn dóp og koma inn fólki, selja þeim vegabréf og alls konar. Það vantar upp á að löggæslan geti sinnt sínu starfi. Vinnutímastyttingin kostaði 70 störf hjá lögreglunni og núna er í fjárlagafrumvarpinu niðurskurður upp á 2%. Af hverju beitir hæstv. ráðherra sér ekki þar, í staðinn fyrir að tala sífellt um allt of mikið af fólki sem er að berjast fyrir lífi sínu?