153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[15:17]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég tek undir þessa beiðni heils hugar að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra komi og taki þátt í þessari mikilvægu umræðu. Enda er það ekki bara þannig að málefnasviðin skarast, og hérna er sannarlega verið leggja til breytingar sem myndu hafa áhrif á málaflokka hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra, heldur er það líka þannig að ráðherra hefur verið mjög gagnrýninn í opinberri umræðu í fjölmiðlum og það er ofboðslega mikilvægt fyrir okkur þingmenn sem tökum þessa umræðu núna, að við fáum almennilega að heyra frá hæstv. félagsmálaráðherra um áhyggjur hans og gagnrýni út af því að hann er með mikla þekkingu á sviðinu sem gagnast okkur í okkar umræðu og ákvarðanatöku um framhaldið. Þannig að þetta skiptir máli og ég bið forseta og stjórnarþingmenn um að koma þessu á framfæri.