153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:02]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni hans ræðu. Mig langar aðeins að fara í það sem hér var nefnt varðandi kærunefnd útlendingamála. Það var á hæstv. ráðherra að skilja að hún væri farin að gera einhverja þá hluti sem hann væri a.m.k. ekki sáttur við. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einhverjar vangaveltur uppi um að leggja hana niður. Ég sé kærunefndina hins vegar þannig að hún sé áfrýjunarmöguleiki fyrir fólk sem ekki hefur að þess mati hlotið réttláta málsmeðferð og geti þá tekið á því sem fólk vill koma á framfæri. Kærunefndin starfar auðvitað eftir leiðbeiningum frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Ég spyr hv. þingmann: Telur hann eðlilegt að við förum að hrófla eitthvað við kærunefndinni?