153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:13]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Þetta var nú svolítið sérkennilegt að því leyti að hv. þingmaður byrjaði á því að lýsa því yfir að hann hvorki gæti né vildi svara spurningunni og spurði mig svo sömu spurningar. (Gripið fram í.)Við þurfum augljóslega að draga einhver mörk. Hv. þingmaður spurði mig sérstaklega um Úkraínu. Ef ég svara því þá vonandi mun hv. þingmaður svara líka, til að mynda myndum við ekki ráða við að það kæmu 100.000 manns til Íslands frá Úkraínu. Við þyrftum að treysta á önnur lönd, nágrannalönd Úkraínu og nágrannalönd okkar, í að aðstoða með það. Möguleikar okkar núna til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eru skertir vegna þess að ekki hefur verið brugðist við í tæka tíð með því að laga kerfið og draga úr ásókn hælisleitenda til Íslands sem nú er orðin, og var orðin fyrir Úkraínustríðið, áttföld á við Danmörku og Noreg. Það er vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, er ónýtt (Forseti hringir.) og stjórnlaust.