153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:16]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Tilefni þess að ég kem upp er ákall sem kom frá hv. þingmönnum hér fyrr í dag í þessari umræðu undir liðnum um fundarstjórn forseta um að hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd taki til umfjöllunar þau ummæli hæstv. dómsmálaráðherra að hann hafi farið þess á leit við Útlendingastofnun að virða ekki 51. gr. þingskapalaga. Málið verður tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.