153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[17:30]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ráðherra segir mig ekki kunna að fara með tölur, en mig langaði að benda ráðherra á að talan 100 milljónir manna á flótta 2022 er beint frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og kannski ætti ráðherra að skoða þær tölur. Varðandi það að blanda saman því að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi og sækja um hæli, þá var ég að tala um hvernig tekið er á fólki sem kemur utan Evrópu, hvort sem það sækir um atvinnu eða hæli, hvernig virðist alltaf vera gengið út frá því að það hljóti að vera að ljúga, að það hljóti t.d. að vera í plathjónabandi. Það var það sem ég var að benda á. Ég var ekki að segja að þetta væri sama kerfið.